Rafmennt styrkir Neyðarkall Landsbjargar 2025 ⛑️
Starfsfólk Rafmenntar tók í gær á móti Árna Árnasyni frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg sem afhenti Neyðarkallinn 2025. Með styrknum styður Rafmennt við mikilvægt og óeigingjarnt starf björgunarsveita um allt land.
Neyðarkall ársins 2025 er tileinkaður minningu Sigurðar Kristófers McQuillan Óskarssonar, og er hann í hlutverki straumvatnsbjörgunarkalls – sem minnir á mikilvægi öryggis og samstöðu þegar hætta steðjar að.
Rafmennt er stolt af því að taka þátt í þessu árlega átaki og leggja sitt af mörkum til að styrkja björgunarsveitir landsins.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050