Nýnemar í rafvirkjun í VMA ásamt Þóri Pálssyni framkvæmdastjóra hjá Rafmennt.
Nýnemar í rafvirkjun í VMA ásamt Þóri Pálssyni framkvæmdastjóra hjá Rafmennt.

Nýnemar í rafiðngreinum við Verkmenntaskólann á Akureyri fengu á dögunum afhentar glænýjar vinnubuxur frá Rafmennt, það var framkvæmdastjóri Rafmenntar Þór Pálsson sem afhenti nemendum buxurnar.

Buxurnar eru frá Helly Hansen, sem er þekkt fyrir gæði og þægindi í vinnufatnaði.

Rafmennt leggur ríka áherslu á að styðja við unga iðnnema um land allt. Nýnemagjöfin hefur notið mikilla vinsælda og hafa nemendur haft gagn og gaman af buxunum bæði í námi og á verklegum vettvangi.