Bransadagurinn verður haldin hátíðlegur þann 13. janúar 2026. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með innlendum og erlendum sérfræðingum sem eiga erindi við fagfólk í lýsinga-, hljóð- og myndlausnum ásamt sviðstækni, kvikmyndagerð og sjónvarpsframleiðslu.
Bransadagurinn er einstakt tækifæri fyrir tæknifólk til að hittast, deila fróðleik og fræðast um nýja tækni.
Innifalið í miðaverði er aðgangur að fyrirlestrum og vörusýningu frá samstarfsaðilum auk þess sem boðið verður upp á hádegismat og svo hressingu að dagskrá lokinni.
Skerpa – félag tæknifólks niðurgreiðir miða fyrir félagsfólk og kostar þá miðinn aðeins 4.000 kr.
Afsláttarkjör gilda til 31.12.2025.
Nánari upplýsingar um Bransadaginn má finna hér: bransadagurinn.is/
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050