Það eru ánægjuleg tíðindi fyrir þau sem stunda kvikmyndanám – og þau sem hafa áhuga á að hefja nám – að Kvikmyndaskóli Íslands hefur fengið staðfest að rekstur hans heldur áfram með stuðningi frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu. Samkvæmt nýlegum fréttum á Vísir.is og RÚV er nýr samningur við ráðuneytið í vinnslu og gert er ráð fyrir lægri skólagjöldum.
Þetta eru frábærar fréttir fyrir nýja og núverandi nemendur Kvikmyndaskólans, þar sem þetta samstarf veitir aðgang að hágæða námi í kvikmyndagerð með faghæfum kennurum og nútímalegum búnaði.
Við hjá Rafmennt fögnum þessum tíðindum og hlökkum til áframhaldandi öflugs samstarfs við Kvikmyndaskólann.
📰 Nánar má lesa um málið hér:
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050