Í byrjun september hófst nýtt skólaár við Kvikmyndaskóla Íslands – að þessu sinni með nýrri stjórn, nýju húsnæði og endurnýjaðri framtíðarsýn. Skólinn hefur gengið í gegnum miklar breytingar síðustu misseri, en nú blæs ferskur andi um ganga og kennslustofur.

Við skólasetninguna var stemningin full af gleði og eftirvæntingu þegar nemendur, kennarar og starfsfólk komu saman til að fagna nýju upphafi. Nýtt rými er enn í mótun, en það endurspeglar vel þá sköpun og orku sem einkenna námið og samfélagið innan skólans.