Hádegisfræðsla fer fram mánudaginn 25. ágúst 2025 kl. 12:00–13:30 að Stórhöfða 27 hjá Rafmennt, gengið er inn að 1. hæð - Grafarvogsmeginn.

Þar mun Benóný Harðarson, forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna, fjalla um réttindi og skyldur launafólks og verktaka, þar á meðal nýjan kjarasamning tæknifólks, lestur launaseðla en einnig skattamál og opinber gjöld.

Einnig munu Ragnar G. Gunnarsson, formaður Skerpu félags tæknifólks og Jakob Tryggvason formaður Rafiðnaðarsambandsins kynna sérstaklega nýlegan kjarasamning tæknifólks, fara yfir fagbréf og tengingu þeirra við samninginn.

Fræðslan er sérstaklega ætluð þeim sem vilja fá betri innsýn í sín réttindi á vinnumarkaði og nýjustu breytingar í kjaramálum.

Boðið verður upp á hádegisverð á meðan viðburðinum stendur en viðburðurinn er opinn félagsfólki Skerpu félags tæknifólks.

Skráning fer fram hér!