Þekking - Þekking er undirstaða framfara. Í starfi Rafiðanaðarskólans er lögð áhersla á að uppfylla þekkingarþörf nemenda til framfara í starfi. Lögð er áhersla á að nemendur geti tryggt faglega grunnþekkingu auk sérhæfðar þekkingar sem nauðsynleg er til að halda faglegri færin í starfi í síbreytilegum tækniheimi.
Þróun - Þróun með aukinni þekkingu er markmið sem Rafiðnaðarskólinn vill stuðla að. Tæknifyrirtæki verða að vera í stöðugri þróun í erfiðu samkeppnisumhverfi nútímans. Með því að starfsmenn geti sótt sér nýja þekkingu í Rafiðanaðarskólann, stuðlar skólinn að því að fyrirtækin ná að þróa starfsemi sína og ná bættum árangri.
Færni – Markmið Rafiðnaðarskólans er að auka færni nemenda til aukinnar þróunar. Aukinni þekkingu er í Rafiðnaðarskólanum fylgt eftir með verklegri þjálfun nemenda í nýrri tækni til að auka færni þeirra í starfi. Aukin færni starfsfólks auðveldar jákvæða þróun fyrirtækisins.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050