Gildi Rafiðnaðarskólans: Þekking - Þróun - Færni

Þekking - Þróun - Færni. Þekking er undirstaða framfara. Í starfi Rafiðanaðarskólans er lögð áhersla á að uppfylla þekkingarþörf nemenda til framfara í starfi. Lögð er áhersla á að nemendur geti tryggt faglega grunnþekkingu auk sérhæfðar þekkingar sem nauðsynleg er til að halda faglegri færin í starfi í síbreytilegum tækniheimi.
Lesa meira

Meistaranám í rafvirkjun og rafeindavirkjun

Meistaranám í rafiðngreinum er samtals 56 eininga nám, sem í stórum dráttum er skipt í tvo hluta, almennan hluta og sérgreinahluta. Almenni hlutinn er sameiginlegur öllum iðngreinum og skiptist hann í almennt bóknám (10 einingar) og nám í stjórnunar- og rekstrargreinum (16 einingar). Nám í almenna hlutanum er hægt að sækja í framhaldsskólum víða um land.
Lesa meira