Áfangaheiti: STÝR16UMF

 

Viðhald og þjónusta á umferðarkerfum krefst mikillar þekkingar og reynslu. Tæknimenn sem sinna þessum verkefnum þurfa að sýna fram á hæfni sína og endurnýja hana reglulega.

Þátttakendur kynnast þeim þáttum sem þarf til starfa við uppsetninga og viðhald umferðljósa, svo sem umferðartækni, gildandi reglugerðir og staðlar ásamt því að farið verður yfir net- og öryggismál. Þá öðlast þátttakendur þá þekkingu og færni sem þarf til að sinna öruggu og faglegu viðhaldi, þjónustu og rekstri umferðarljósakerfa.


Kennslan sameinar bóklega kennslu og verklega þjálfun á búnaði.

 

Dagskrá námskeiðs

 

 Öryggismál og staðlar

  • Staðlar - Gildandi staðlar innan EU og Íslands
  • EN 12368 - Umferðarstjórnbúnaður - Umferðarljós / Traffic control equipment - Signal heads
  • EN 12675 - Umferðarljósastýringar – Kröfur um öryggisvirkni / Traffic signal controllers - Functional safety requirements
  • EN 50556 - Umferðarljós / Road traffic signal systems
  • EN 50293 - Umferðarljós - Rafsegulsviðssamhæfi / Road traffic signal systems - Electromagnetic compatibility ???
  • Innlendar reglugerðir

 Yfirlit yfir grunnvirkni ljósastýringar

  • Miðtölva (CPU)
  • Ljósavitavarsla / Signal Monitor
  • Skynjarar o.fl. 

 Uppsetning og raflagnir

  • Stýring (controller)
  • Ljósastokkar / ljósahöfuð
  • Skynjarar

 Taka við búnaði og gangsetning

  • Yfirferð rafmagnsöryggis
  • Uppsetning stillinga og virknipróf á stýringu
  • Próf á úthlutun til ljósahöfða
  • Uppsetning stillinga og virknipróf á skynjurum

 Reglulegt viðhald yfir 24 mánaða tímabil

  • Prófanir
  • Úttektir

 Bilunargreining og bilanaleit.

  • Viðurkenndar aðferðir kynntar

 Lokayfirferð / samantekt

 

Að loknu námskeiði ættu þátttakendur að kunna grunn að virkni í umferðaljósakerfum, skilja hlutverk rekstraraðila og viðhaldsaðila, sinnt þjónustubókum og skráningu, geta metið eðlilegt og óeðlilegt ástand kerfis, sinnt viðhaldi, greina bilanir, hafa þekkingu á umferðartækni og  í stýringum umferðaljósa ásamt því að skilja ábyrgð og áhættu við bilunum og viðbrögð við þeim.

 

Námskeiðið fer fram á ensku

 

Til að fá skirteini sem uppfyllir kröfur sveitafélaga til að starfa við uppsetningu og viðhald umferðaljósa þarf líka að taka áfangan Merking Vinnusvæða sem kenndur er í samstarfi við Opna Háskólann. Rafmennt býður uppá það námskeið á verulegum afslætti fyrir þau sem greiða í Endurmenntunarsjóð Rafiðnarins. Rafmennt mun halda utan um gildistíma skirteina. Skirteini gilda í 5 ár.

 


Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð: 48.400. -

SART: 41.140. -

RSÍ Endurmenntun: 16.940.-

Er í meistaraskóla: 9.680.-

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni.

Ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið þarf að tilkynna það skriflega í tölvupósti á netfangið rafmennt (hjá) rafmennt . is a.m.k. 48 klst. áður en námskeið hefst. Rafmennt áskilur sér rétt til að innheimta 3.000 kr. umsýslugjald.


 

Flokkar: Endurmenntun
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Umferðarljós og stýringar 16. feb. 2026 - 17. feb. 2026 Rafmennt ehf. 08:30 - 16:30 Stórhöfði 27 16.940 kr. Skráning
Umferðarljós og stýringar 18. feb. 2026 - 19. feb. 2026 Rafmennt ehf. 08:30 - 16:30 Stórhöfði 27 16.940 kr. Skráning