Námskeið um hönnun og útfærslu á merkingum fyrir umferð vegna framkvæmda. Það er mikilvægt að slíkar merkingar séu samræmdar, bæði gagnvart starfsmönnum og vegfarendum.
Á þessu námskeiði er farið yfir helstu þætti sem þarf að hafa í huga á vinnusvæðum, eins og umferðarstjórn, lagaumhverfi, öryggisbúnað og merkingar, eftirlit og fleira.
Starfsmenn Vegagerðarinnar og Reykjavíkurborgar sem koma að merkingu vinnusvæða ásamt verktökum, hönnuðum og eftirlitsmönnum sem tengjast verkefnum á þeirra vegum verða að ljúka þessu námskeiði. Í lok námskeiðs þreyta þátttakendur próf til réttinda.
Á námskeiðinu er farið yfir eftirfarandi efnisþætti:
Allt kennsluefni er í rafrænu formi og prófin líka.
Þátttakendur fá aðgang að kennslukerfi háskólans og þurfa því að hafa afnot af tölvu með aðgengi að Power Point forritinu.
Námið er hannað sem staðarnám. Fyrir þau sem búa úti á landi bjóðum við upp á að fylgjast með kennslunni í gegnum Zoom. Í slíkum tilfellum fer kennslan samtímis fram í kennslustofu og í gegnum Zoom fjarfundarbúnað í raun tíma. Kennslan er ekki tekin upp.
Í lok námskeiðsins þreyta þátttakendur próf til réttinda. Þeir þátttakendur sem standast prófið frá prófskírteini sem gildir í 5 ár. Þeir sem eru með skírteini eldra en 5 ára þurfa að endurnýja sín á þessu námskeiði, en boðið er upp á styttra námskeið til endurnýjunar réttinda, fyrir þá sem eru með skírteini síðan fyrir 5 árum eða skemur.
Í reglugerð um merkingu og aðrar öryggisráðstafanir vegna framkvæmda á og við veg sem kom út árið 2009 var m.a. kveðið á um að Vegagerðinni væri falið að skrifa nánari reglur um útfærslu og framkvæmd vinnusvæðamerkinga. Í reglunum eru strangar kröfur um þekkingu og réttindi þeirra sem koma að þessum málum. Þar kemur fram að allir þeir sem koma að merkingu vinnusvæða frá Vegagerðinni og Reykjavíkurborg og þeir verktakar, hönnuðir og eftirlitsmenn sem tengjast verkefnum á þeirra vegum þurfa að hafa sótt námskeiðið Merking vinnusvæða og lokið prófi eins og gerðar eru kröfur um í reglugerðinni.
Námskeiðið er ætlað þeim verkkaupum, hönnuðum, verktökum og eftirlitsmönnum sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja svo og öðrum þeim stofnunum og fyrirtækjum sem vinna að framkvæmdum á eða við vegsvæði.
Námið er 16 klst og kennt er tvo daga í röð frá kl 9-17.
Kennsla fer fram sem staðarnám. Möguleiki er á að fylgjast með kennslunni í gegnum Zoom fjarfundabúnað í rauntíma, fyrir þá sem komast ekki á staðinn, en mælt er með því að mæta á staðinn. Kennslan er ekki tekin upp.
Þátttakendur fá aðgang að kennslukerfi HR þar sem allt kennsluefnið er. Nauðsynlegt er að taka með sér eigin tölvu á námskeiðið með aðgengi að Power Point forritinu.
Vinsamlegast athugið að dagsetningar eru birtar með fyrirvara um að lágmarksþátttaka náist á námskeiðið.
Flest stéttarfélög niðurgreiða hluta námskeiðsgjalda fyrir sína félagsmenn.
Átt þú rétt á styrk til að sækja um nám eða námskeið?
Kannaðu málið
Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.
Fullt verð: 101.000 kr
RSÍ endurmenntun: 35.350 kr
Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni
Heiti námskeiðs | Dags. | Kennarar | Tími | Staðsetning | RSÍ endurmenntun | Skráning |
---|---|---|---|---|---|---|
Merking vinnusvæða | 27. okt 2025 - 28. okt 2025 | 09:00 - 17:00 | 35.350 kr. | Skráning |
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050