Námskeið í samstarfi við TNS

Áfangaheiti: Office03Excel II

„Excel – Verkefna og tímastjórnun“ er einfalt framhald af námskeiðinu „Excel – Grunnstig“ en hér er fókusinn á dagsetningar, tíma og létta útreikninga til að skipuleggja verkefni og fylgja þeim eftir. Nemendur byggja upp verkefnalista, einfaldan gátlista, köku og súlurit og setja saman Gantt-tímalínu. Áhersla er verkefni og útbúa endurnýjanleg sniðmát sem nýta má aftur og aftur.
Notast er við nýjustu útgáfu af Excel og því mögulegt að eitthvað af því efni sem farið er yfir sé ekki að finna í eldri útgáfum af Excel.

Ávinningur

Fyrir einstaklinga, einyrkja og annað starfsfólk sem vill halda utan um verkefni, verkþætti, skil, einfalda áætlun og stöðuskýrslur.

Undanfari

Mikilvægt er að nemendur hafi farið á „Excel – Grunnstig“ áður - gert er ráð fyrir að nemendur kunni allt það efni og séu vanir að nota það.

Yfirferð

  • Gerð verkefnalista
  • Notkun gátlista (e. checkbox)
  • Notkun á IF falla - hvar og hvernig
  • Notkun falla „Today“, „Now“, „Networkdays“… og fl.
  • Notkun á skilyrtu sniði (e. conditional formating)
  • „Listi vs. Tafla“ og fellilistar (e. drop-down)
    • Úthlutað / Í vinnslu / Lokið
  • Gerð súlu- og kökurita er henta námskeiðinu
    • Lokið vs. Í vinnslu
  • Útbúa einfalt Gantt-rit

Lítið sem ekkert er af glærum á þessu námskeiðu, heldur munu nemendur vinna verkefni á námskeiðinu.

Ef nemendur hafa fartölvu með uppsettu Excel M365 er sjálfsagt að hafa hana með á námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

 

 Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 22.500
RSÍ endurmenntun 7.875

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Excel - Verkefna og tímastjórnun 03. mar. 2026 Atli Þór Kristbergsson 09:00 - 12:00 Stórhöfði 27 7.875 kr. Skráning
Excel - Verkefna og tímastjórnun 04. mar. 2026 - 26. jún. 2026 Atli Þór Kristbergsson 17:30 - 20:30 Stórhöfði 27 7.875 kr. Skráning