Námskeið í samstarfi við TNS

Áfangaheiti: EXCE03Excel

Á þessu grunnnámskeiði er farið yfir allt það helsta. Allt frá nýrri vinnubók, stjórnborð Excel, helstu aðgerðir og flýtileiðir. Farið yfir muninn á vinnubók og síðum. Helstu formúlur skoðaðar og hvernig þær hjálpa okkur. Notkun valmynda, heiti, innsetning, aðgerðir og margt fleira.

Um er ræða námskeið grunnstigi og ekki er gert ráð fyrir að notandinn hafi neina reynslu af kerfinu.

Notast er við nýjustu útgáfu af Excel og því farið í ýmislegt sem eingöngu finnst þar en ekki í eldri útgáfum. 

Ávinningur

Að kynnast Excel, uppbygginu þess og þekkja helstu aðgerðir og formúlur og geta lesið í gögnin svo hægt sé að nýta hugbúnaðinn sem mest. Framkvæma helstu útreikninga og framsetningu.

Yfirferð

  • Uppbygging á Excel
  • Hvaða gögn eru til staðar – munur á texta og tölum
  • Viðmót - Valmyndir og fl.
  • Innsláttur gagna - text, dagsetningar og fl. 
  • Léttir útreikningar
  • Notkun innbyggðra falla
  • Notkun á síum og röðum
  • Litir - Bakgrunnur og texti
  • Flytileiðir (e.shortcuts)
  • Vistun gagna - staðbundin eða í skýi M365i
  • Og fleira.

Lítið sem ekkert er af glærum á þessu námskeiðu, heldur munu nemendur vinna verkefni á námskeiðinu.

Ef nemendur hafa fartölvu með uppsettu Excel M365 er sjálfsagt að hafa hana með á námskeiðinu.

Leiðbeinandi: Atli Þór Kristbergsson iðnmeistari og verkefnastjóri.

 

 Í umsóknarferlinu birtist RSÍ endurmenntunarverð námskeiða.

Fullt verð 22.500
RSÍ endurmenntun 7.875

Áður en þú sendir inn umsóknina merkirðu við hvort þú tilheyrir öðrum verðflokkum og er verðinu breytt handvirkt skv. því í innrituninni

Flokkar: Almenn námskeið
Heiti námskeiðs Dags. Kennarar Tími Staðsetning RSÍ endurmenntun Skráning
Microsoft Excel - Grunnur 24. feb. 2026 Atli Þór Kristbergsson 09:00 - 12:00 Stórhöfði 27 7.875 kr. Skráning
Microsoft Excel - Grunnur 25. feb. 2026 Atli Þór Kristbergsson 17:30 - 20:30 Stórhöfði 27 7.875 kr. Skráning