Ertu í stuði?

 

Raunfærnimat í rafiðngreinum

Verkefnið „Ertu í stuði?“ er unnið í samstarfi við Rafiðnaðarsamband Íslands, Fræðslumiðstöð atvinnulífsins, Tækniskólinn skóli atvinnulífsins, Fjölbrautaskólinn í Breiðholti, Samtök rafverktaka, starfsgreinaráð í rafiðngreinum og RAFMENNT.

Raunfærnimat í rafvirkjun var síðast haldið á haustönn 2019, í þessu verkefni gildir lágmarks þátttökuskilyrði.

Þetta verkefni gengur út á að ná til einstaklinga sem hafa af einhverjum ástæðum ekki lokið námi sem þeir hófu í rafiðngreinum. Raunfærnimatið er á móti námskrá og er þar stuðst við hæfniviðmið áfanga sem kenndir eru í grunndeild og í fagnámi í rafiðngreinum svo hægt sé að koma til móts við þátttakendur sem eru staddir á ólíkum stað í náminu og hjálpa þeim að komast aftur af stað og ljúka því. Með því markmiði að þátttakendur afla sér réttinda til töku á sveinsprófi. 

Verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi RAFMENNTAR fylgja þér eftir í gegnum allt ferlið þ.e. frá fyrsta kynningarfundi og þar til þú hefur tekið ákvörðun um næstu skref í kjölfar raunfærnimats.

 

 

Eyðublöð og nánari upplýsingar:

 

Verkefnastjóri: Ásmundur Einarsson, verkefnastjóri veikstraumssviðs.