Raunfærnimat í hljóðvinnslu
Verkefnið „Ertu í hljóði?“ er unnið að frumkvæði Félags tæknifólks í rafiðnaði (FTR) en í stýrihópi sitja fulltrúar fyrirtækja í hljóðvinnslu auk Tækniskólans, skóla atvinnulífsins, og RAFMENNTAR.
Verkefnið er hluti af Leonardo verkefninu REVOW – Viðurkenning á gildi starfa og er unnið með styrk frá Starfsmenntaáætlun Evrópusambandsins og Starfsmenntaráði.
Í þessu verkefninu fer raunfærnimat á móti færnikröfum sem búin voru til af faghópi sem samsettur var af einstaklingum úr ólíkum greinum hljóðvinnslu og hópi stjórnenda. Tekið var mið af námsskrá Tækniskólans skóla atvinnulífsins ásamt því að kortleggja þá færni sem hljóðmenn þurfa að búa yfir til að geta sinnt starfi sínu. Færniviðmiðunum er skipt á þrep, 3. og 4. þrep og eru mismunandi þátttökuskilyrði eftir því á hvaða þrepi þátttakandi vill fá mat. Skipting er eftirfarandi:
Verkefnastjóri og náms- og starfsráðgjafi RAFMENNTAR fylgja þér eftir í gegnum allt ferlið þ.e. frá fyrsta kynningarfundi og þar til þú hefur tekið ákvörðun um næstu skref í kjölfar raunfærnimats.
Eyðublöð og nánari upplýsingar:
Verkefnastjóri: Ingvar Jónsson
Stórhöfða 27 - 110 Reykjavík - Sími: 540-0160 - rafmennt@rafmennt.is KT: 590104-2050