Sveinspróf í rafvirkjun eru haldin í febrúar (viku 6) og júní (viku 23), ef næg þátttaka fæst.

Rafvélavirkjun er viðbótarnám við sveinspróf í rafvirkjun.

 


Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur fyrir Sveinspróf í febrúar er 1. - 30. nóvember

Umsóknarfrestur fyrir Sveinspróf í júní er 1. - 31. mars

ATH. Ekki er tekið við umsóknum í sveinspróf eftir að umsóknarfrestur er liðinn


Umsókn

Umsækjandi þarf að vera útskrifaður úr náminu og hafa lokið vinnustaðanámi samkvæmt námssamningi. Með umsókn þarf að fylgja:


Umsókn um gerð námssamnings

Fylgiskjöl með umsóknum um námssamninga:

  • Námsferilsyfirlit
  • Greiðsluyfirlit frá lífeyrissjóði

Mikilvægt er að umsókn sé útfyllt og að fylgiskjöl séu til staðar til að umsókn sé tekin gild.

Eyðublöð

Mögulegt er að senda inn umsóknina inn rafrænt og láta tölvupóstinn teljast sem undirskrift nemenda.

Menntamálaráðuneytið setur reglugerðir um námssamninga og starfsþjálfun. Í reglugerðum þessum er fjallað um skyldur samningsaðila og þau skilyrði sem uppfylla þarf til að taka að sér kennslu nema á vinnustað og framkvæmd sveinsprófa.

Menntamálaráðuneytið, Rafmennt og sveinsprófsnefndir í rafiðnaði hafa gert með sér samning vegna umsýslu námssamninga í rafiðngreinum og sveinsprófa. Í samningi þessum er Rafmennt falin umsýsla sveinsprófa og eftirlit með gerð og framkvæmd námssamninga í rafiðngreinum. Þangað skulu öll erindi er varða nýja námssamninga berast, óskir um breytingar á námssamningum og umsóknir um sveinspróf.


Undirbúningur

Efnislisti

Prófþáttalýsing

Gömul sveinspróf í rafvélavirkjun

Formúluhefti Rafmenntar


Skráning

Eingöngu tekið við umsóknum í gegnum vefsíðu RAFMENNTAR

Vegna persónulegra gagna er miðað er við að neminn sendi sjálfur inn umsókn í sveinspróf.

Umsóknarfrestur fyrir Sveinsprófin í febrúar 2026 er 1. - 30. nóvember


Dagskrá

Kynningarfundur með sveinsprófsnefnd verður haldin (dagsetning auglýst síðar) á Stórhöfða 27 og á Microsoft Teams.

Dagskrá auglýst síðar

 

Dagskrá Sveinsprófa í rafvélavirkjun: 

Prófþáttur Dagsetning Tími Staðsetning
Iðnteikning   08:30 - 11:30 Rafmennt, Stórhöfða 27
Stýring    13:00 - 15:00 Rafmennt, Stórhöfða 27
Verklegt próf    08:30 - 15:30 Rafvirki, Fossaleyni 2
Prófsýning    13:00 - 14:30 Rafmennt, Stórhöfða 27