Hvatningaverðlaun Nemastofu atvinnulífsins eru veitt fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri í þjálfun og kennslu nema á vinnustað og eru almennt góðar fyrirmyndir sem lærdómsfyrirtæki í viðkomandi faggreinum. 

TG raf ásamt tveimur öðrum fyrirtækjum fengu afhend fyrstu Hvatningarverðlaun Nemastofu atvinnulífsins 2022. 

TG raf var stofnað árið 2004 á grunni fyrirtækisins Rafborg sem var rekið af afa og síðar föður Tómasar Guðmundssonar rafvirkjameistara – Tómas er því þriðji ættliður sem rekur rafverktakafyrirtæki í fjölskyldunni. Við stofnun TG raf varð til öflugt fyrirtæki með mjög fjölþætta starfsemi og þjónustu við skip og sjávarútveg, iðnað og mannvirki með samtals um 30 starfsmönnum, þar af fimm nema. Frá árinu 2015 hefur fyrirtækið aðstoðað starfsmenn sem hafa ekki lokið námi að ná sér í réttindi. 

Hér má sjá viðtal við Tómas Guðmundsson