Jólin eru hátíð ljóssins og kveikja þá flestir á jólaseríum og jólaljósum.

Mikilvægt er að ganga um rafmagn og rafmagnsbúnað á ábyrgan hátt.

 

Atriði sem vert er að hafa í huga:

 

  • Látum aldrei loga á ljósunum á jólatrénu yfir nótt eða þegar engin er heima
  • Hendum gömlum jólaljósum sem eru úr sér gengin
  • Notum ætíð ljósaperur af réttri gerð, stærð og styrkleika
  • Gætum þess að brennanleg efni séu ekki nálægt jólaljósum
  • Óvarinn rafbúnaður getur valdið raflosti
  • Vörum okkur á óvönduðum jólaljósum
  • Inniljós má aldrei nota utandyra
  • Förum eftir leiðbeiningum um uppsetningu og notkun
  • Látum logandi kerti aldrei standa ofan á raftæki
  • Góður siður er að skipta um rafhlöður í reykskynjurum fyrir hver jól
Nánari upplýsingar hjá mannvirkjastofnun