​Nám fyrir fólk sem vill skapa kvikmyndir, allt frá hugmynd að veruleika

Kvikmyndatækni er metnaðarfullt nám þar sem áhersla er lögð fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, undirbúning, tökur og eftirvinnslu.

Námið er byggt upp í góðu samstarfi við atvinnulífið og kennarahópurinn og gestafyrirlesarar eru fagólk úr kvikmyndabransanum. Kennslan fer að mestu fram í húsakynnum Stúdíó Sýrlands sem er framkvæmdaraðili námsins fyrir hönd RAFMENNTAR.

 

Hver og einn árgangur vinnur eins og framleiðslufyrirtæki, þar sem allar hliðar kvikmyndagerðar koma við sögu. Hvort sem um er að ræða tökumenn, klippara, ljósamenn eða grippara, þá fá nemendur að kynnast ,,hands on" vinnu við hvert skref. Framleiðslan felur m.a. í sér vinnu við bíómyndir, sjónvarpsefni, tónlistarmyndbönd, auglýsingar, fréttir og beinar útsendingar.

 

Takmarkaður nemendafjöldi er tekinn inn á hverju ári til að tryggja að nemendur fái sem mest út úr náminu.

 

Kvikmyndatækninám í beinum tengslum við atvinnulífið í skapandi greinum

Kvikmyndatæknin hefur ákveðna sérstöðu þar sem hún er kennd inn í starfandi fyrirtæki, en kennslan fer nær öll fram í Stúdíó Sýrlandi að Vatnagörðum 4.

Kennarar eru fagfólk úr kvikmyndageiranum og nokkrum sinnum í mánuði eru fengnir gestafyrirlesarar sem eru valdir í tengslum við það sem er á oddinum hverju sinni, bæði í náminu og í kvikmynda- og sjónvarpsmenningunni.

 

Inntökuskilyrði

 Umsækjendur þurfa að hafa lokið 60 einingum úr framhaldsskóla. Þar af 30 einingum í íslensku, ensku og stærðfræði á öðru þrepi. Reynsla úr atvinnulífinu er einnig metin við innritun.

Gert er ráð fyrir að nemendur séu búnir með almennt bóknám í framhaldsskóla og komi í kvikmyndatækni á 3. önn. Ef nemandi hefur lokið stúdentsprófi þá er lengd námsins 4 annir. Samhliða stúndentsprófi er námið 7 annir en mismunandi eftir stöðu nemanda. 

 

Skráning í námið