Laus sæti og því tilvalið að skrá sig á spennandi námskeið í LED lýsingu

 

Allt frá glóperubanninu árið 2012 hefur LED ljósgjafinn tekið við af öllum helstu ljósgjöfum, ljóstækninni hefur fleytt áfram og nýjar áskoranir litið dagsins ljós. Farið verður yfir nýjungar í ljóstækni og þær sem væntanlegar eru með fyrirlestrum og sýnikennslu.

Boðið verður upp á sýnikennslu og líflegar umræður þar sem algengum spurningum um LED verður reynt að svara, líkt og: Hvað er góður líftími á LED? Hvað er “human centric lighting”? Heldur blátt ljós fyrir mér vöku? Hvernig myndast flökt? Hvað er “constant light output”? Gera LED ljós Trump appelsínugulan? Hvaða Watt á LED peru á ég að velja eða hversu mörg lúmen? Hvaða ljóslit á ég að velja í rými? Hvernig sjáum við ljós? Hvað er TM-30-15? Hvernig dimma ég LED? Hvað er IoT? Er LED framtíðarljósgjafinn?

MEIRA HÉR