Fjölbrautarskóli Vesturlands bauð starfsmönnum RAFMENNTAR í heimsókn til að halda kynningu fyrir nemendur í rafvirkjun í dag 31. ágúst.

Ásamt nemendum mættu kennarar í rafiðngreinum og náms- og starfsráðgjafi til að hlusta á kynninguna hjá starfsmönnum RAFMENNTAR.

Guðmundur S. Jónsson sem hefur umsjón með sveinsprófum og öðru því tengdu hélt kynningu um námssamninga, ferilbók og allt sem kemur að sveinsprófum. 

Ómar Rósenberg hélt síðan stutta kynningu um nám eftir sveinspróf þar að meðal meistaraskóla rafvirkja og ávinning af því námi fyrir nemendur. 

Myndir frá kynningunni

Við viljum þakka Bryndísi náms- og starfsráðgjafa fyrir að bjóða okkur til að koma og kynna fyrir nemendum það sem RAFMENNT hefur upp á að bjóða.