Fimmtudaginn 9. maí nk. kl. 8.30 bjóða Utanríkisráðuneytið, Landhelgisgæsla Íslands, Samtök iðnaðarins og Íslandsstofa í samvinnu við Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins (NCI Agency) íslenskum hátæknifyrirtækjum til morgunverðarfundar þar sem kynntir verða möguleikar á að selja vörur og þjónustu og bjóða í verkefni á vegum Atlantshafsbandalagsins og aðildarþjóðanna.

Fundurinn fer fram í utanríkisráðuneytinu að Rauðarárstíg 25, 105 Rvk.

Sama dag kl 12:30 bjóða Fjarskipta- og upplýsingatæknistofnun Atlantshafsbandalagsins (NCI Agency) í samvinnu við utanríkisráðuneytið og Landhelgisgæslu Íslands til kynningarfundar fyrir verk- og tæknimenntaða sérfræðinga þar sem kynntir verða atvinnumöguleikar fyrir íslenska ríkisborgara hjá NCI Agency.

Fundurinn fer fram í Víkingasal (4&5) á Hótel Reykjavík Natura. 

Við hvetjum rafiðnaðarfólk til að kynna sér málið, nánar í frétt hér!