Í tilefni dagsins ætlar RAFMENNT sem er í eigu Rafiðnaðarsambands Íslands (RSÍ) og Samtaka rafverktaka (SART) að vera með opið hús að Stórhöfða 27.

Á opna húsinu er ætlunin að kynna endurmenntun rafiðnaðarins ásamt því að skýra frá þeim verkefnum sem RAFMENNT sinnir fyrir rafiðnaðinn í landinu.

Dagskrá:

16.15 Ávörp

Hjörleifur Stefánsson

Formaður SART og stjórnar RAFMENNTAR

Kristján Þórður Snæbjarnarson

Formaður RSÍ og stjórnarmaður RAFMENNTAR

Kristín Birna B. Fossdal

Deildarstjóri rafbúnaðar og stjórnkerfa hjá ON

Þór Pálsson

Framkvæmdastjóri RAFMENNTAR

Léttar veitingar í boði


Fimmtudag 23. janúar er dagur rafmagnsins á Norðurlöndum. Dagurinn hefur verið haldinn hátíðlegur að frumkvæði orkufyrirtækja á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið.

Tilgangurinn með deginum er að vekja athygli á mikilvægi rafmagns í samfélaginu, í leik og starfi. Án rafmagns er ljóst að hér væru minni lífsgæði, hæg þróun og lágt menntunarstig.

Hingað til hefur verið lögð áhersla á að minna á hvað við höfum það gott; við höfum gott aðgengi að rafmagni og orkan okkar er ódýr og hrein, þar sem 99,99% raforku á Íslandi er framleidd með endurnýjanlegum hætti.

Eins og allir landsmenn vita vorum við rækilega minnt á mikilvægi þess að hafa rafmagn víða um land í þessum mánuði.