Fréttir

Raflagnatækni

Námskeið í raflagnatækni verður haldið dagana 4.-6. apríl nk. kl 8:30-18:00. Á þessu þriggja daga námskeiði verður m.a. fjallað um helstu viðfangsefni lýsingarfræðinnar, öryggisstjórnunarkerfi og ákvæði byggingareglugerðar. Um hvað ber að varast vegna hefðbundinna starfa rafiðnaðarmanna í byggingum er snúa m.a að umfangi bygginga og brunatæknilegum þáttum þeirra. Staðlar um raflagnir innanhúss og um útboð, útboðsreglur og verkáætlanir og myndun útseldrar vinnu svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira

Rafbílar - íhlutir og virkni

Miðvikudaginn 10. apríl nk. kl 17-21 verðum við með námskeið um rafbíla. Efnistökin eru ný og uppfærð þar sem farið verður yfir helstu íhluti og virkni rafbíla, mismunandi tegundir þeirra og hleðsluaðferðir svo eitthvað sé nefnt. Námskeiðið er opið öllum áhugasömum!
Lesa meira

Rafmagnsöryggi

Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um helstu hættur af rafmagni, áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar. Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 11. apríl nk. kl 8:30-17:00.
Lesa meira

Brunaþéttingar

Námskeið í brunaþéttingum verður haldið miðvikudaginn 3. apríl nk. kl 13-17. Farið verður m.a. yfir brunahólfun mannvirkja, hinar ýmsu gerðir brunaþéttinga, eiginleika þeirra og notkunarsvið.
Lesa meira

DALI HÚSSTJÓRNARKERFI

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur DALI forritun ítarlega. Unnið verður með Designer 4 og 5 en uppsetning þessara forrita og búnaðar hafa verið notuð víða um land og gefa fjölbreytta möguleika á stýringu ljósa og hússtjórnarbúnaðar.
Lesa meira

Fjarskiptatækni 2

UHF / DVB / TRIAX Nýja kynslóðin í skýjatengdum höfuðstjórnstöðvum DVB dreifikerfa. Tveggja daga námskeið þar sem kynntar verða m.a. helstu aðgerðir og hugtök í hefðbundnu DVB og head-end/IPTV Multicast kerfum.
Lesa meira

KNX námskeið á Akureyri!

Viltu kynnast KNX hússtjórnarkerfinu og verða viðurkenndur "KNX Partner"? Þá er þetta námskeið fyrir þig.
Lesa meira

Rafsegulsvið ~ hætta eða hugarvíl?

Spennandi námskeið þar sem aðaláherslan er á rafsegulsviðið og áhrif þess á líkamann. Námskeiðið er opið öllum þeim sem hafa áhuga á þessu efni!
Lesa meira

Næstu námskeið!

Nánari upplýsingar um námskeiðin og skráning fer fram með því að smella á námskeiðin í listanum hér fyrir neðan eða í gegnum viðburðinn á Facebook.
Lesa meira

MÍN FRAMTÍÐ 2019

Íslandsmót iðn- og verkgreina og framhaldsskólakynning verður haldin í Laugardalshöll dagana 14.-16. mars 2019.
Lesa meira