Útskrift úr raunfærnimati

Hér má sjá hluta hópsins sem útskrifaðist úr raunfærnimati í rafiðngreinum vorið 2019.
Hér má sjá hluta hópsins sem útskrifaðist úr raunfærnimati í rafiðngreinum vorið 2019.

Í gær, mánudaginn 29. apríl, var hátíðisdagur hjá RAFMENNT þegar 15 þátttakendur útskrifuðust úr raunfærnimati í rafiðngreinum. Meðalaldur þeirra að þessu sinni var 36,6 ár með, að meðaltali, 6 ára starfsreynslu úr faginu. Samtals luku þeir 151 einingu eða 59 áföngum sem gerir 6,7 einingar að meðaltali á mann. Sá sem fékk flestar einingar metnar lauk 29 einingum eða samtals 11 áföngum.

Við óskum öllum þátttakendum innilega til hamingju með glæsilegan árangur! Gangi ykkur sem allra best með framhaldið.