Námskeið í samstarfi við Iðuna
Verður haldið 11. janúar og 13. janúar frá 13:00 - 16:00 á Stórhöfða 27
Þetta er gott námskeið fyrir meistara og tilsjónarmenn nema á vinnustað
Áherslur námskeiðsins eru eftirfarandi:
Í fyrri hlutanum er farið yfir hlutverk meistara og tilsjónarmanna í þjálfun nema. Fjallað er um Aðstæðubundna stjórnun sem rammar inn ferlið og ólíkar aðferðir sem varðar stjórnun og samskipti.
Í seinni hlutanum er farið yfir aðferðir sem nýtast vel til að ræða frammistöðu og við að gagnrýna, leiðrétta og hrósa. Áhersla er á lipurð og fagmennsku í aðstæðum þar sem búast má við að gagnrýnin verði erfið.
Skráning hér
Stórhöfða 27 - 110 Reykjavík - Sími: 540-0160 - rafmennt@rafmennt.is KT: 590104-2050