Athugið! Síðasti dagur til að sækja um sveinspróf (vegna prófa í júní 2019) er þriðjudagurinn 30. apríl.

 

Opnað verður fyrir móttöku umsókna um sveinspróf í raf- og rafveituvirkjun mánudaginn 1. apríl nk. Umsóknartímabilið stendur yfir 1.-30. apríl vegna sveinsprófa sem haldin verða í byrjun júní 2019.

Umsækjandi þarf að hafa lokið samningsbundnu vinnustaðanámi og vera útskrifaður úr náminu. Með umsókn þarf að fylgja:

  • Afrit af brautskráningarskírteini úr skóla.
  • Afrit af námssamningi.
  • Lífeyrissjóðsyfirlit til staðfestingar á vinnustaðanámi.

Óski próftaki eftir sérúrræði í sveinsprófi þarf að hafa samband við náms- og starfsráðgjafa Rafmenntar.

Nánari upplýsingar um sveinsprófin og umsóknir má finna hér.