Sveinspróf í raf- og rafveituvirkjun hafin vorið 2021

Met aðsókn var í vor sveinsprófin að þessu sinni eða um 118 þátttakendur, í Reykjavík og á Akureyri. 

Haldin eru Sveinspróf bæði í rafvirkjun og rafveituvirkjun, en sveinspróf í rafveituvirkjun hefur ekki verið haldið síðan 2017.

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sér um útgáfu sveinsbréfa, gjald fyrir útgáfu sveinsbréfa er 11 þúsund krónur.

 

Sveinsprófin í rafvirkjun samanstanda af bóklegum og verklegum prófum

Bókleg próf í rafvirkjun

Rafmagnsfræði, stýrikerfi og búnaður 31. maí 08:30 - 11:00
Íslenskur staðall ÍST 200;2006 31. maí 13:00 - 15:15
Raflagnateikning 1. júní 08:30 - 11:30

Verkleg próf í rafvirkjun

Mælingar  1. - 2. júní
Verklegt próf- raflagnir og stýringar  2. - 8. júní

Rafveituvirkjun er viðbótanám við rafvirkjun og samanstendur af bóklegum prófum. 

Aflfræði, vinnubrögð og búnaður 1. júní 13:00 - 16:30
Öryggismál, ÍST 200 Tæknilegir tengiskilmálar 2. júní 08:30 - 10:30
Teikningar, teiknitákn og kort 2. júní 13:00 - 15:00

 

Næstu Sveinspróf í raf- og rafveituvirkjun verða haldin í febrúar 2022 ef næg þátttaka fæst

Umóknarfrestur fyrir Sveinspróf í febrúar 2022 er 1. - 30. nóvember, aðeins er tekið við rafrænum umsóknum í gegnum heimasíðu RAFMENNTAR.