Sveinspróf í rafvirkjun er haldið þessa dagana hjá Rafmennt í Reykjavík og í Verkmenntaskólanum á Akureyri. Að þessu sinni eru 176 nemar sem þreyta prófið.
En af þessum 176 eru 19 sem taka prófið á Akureyri.
Þetta er langmesti fjöldi sem hefur þreytt sveinspróf í rafvirkjun í einu. Við óskum nemum velfarnaðar í prófinu og hlökkum til að afhenda þessum fjölda sveinsbréf sín.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050