Opnun Birtingarskrár á morgun fimmtudag klukkan 11:00 sem kallar á stóraukið samstarf atvinnulífs og skóla í vinnustaðanámi
Ný birtingarskrá yfir fyrirtæki, meistara og stofnanir sem bjóða vinnustaðanám verður hluti af rafrænni ferilbók og markar tímamót í þjónustu til nemenda.
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra opnar birtingarskrá og fagnar þörfum og góðum breytingum á vinnustaðanámi í dag.
Um þessar mundir er verið að innleiða rafræna ferilskrá í öllu starfsnámi. Þar fara samskipti á milli skóla og vinnustaðar fram og þar er vitnisburðurinn um frammistöðu nema á vinnustað skráður. Vinnustaðanám í öllum iðngreinum hefur verið kortlögð og sú hæfni sem áskilin er fyrir hverja grein hefur verið brotin niður í verkþætti sem metnir eru á hverjum vinnustað og færð til bókar í rafrænni ferilbók.
Hægt verður að fylgjast með athöfninni í streymi:
Streymislinkur: https://bit.ly/3lqg1Qz
Stórhöfða 27 - 110 Reykjavík - Sími: 540-0160 - rafmennt@rafmennt.is KT: 590104-2050