Spennandi og skemmtilegt nám í kvikmyndatækni!

 

Kvikmyndatækni er metnaðarfullt nám þar sem áhersla er lögð fyrst og fremst á tæknistörf við kvikmyndagerð, undirbúning, tökur og eftirvinnslu. 

Námið er byggt upp í góðu samstarfi við atvinnulífið og kennarahópurinn og gestafyrirlesarar eru fagólk úr kvikmyndabransanum.

 

Takmarkaður nemendafjöldi er tekinn inn á hverju ári til að tryggja að nemendur fái sem mest út úr náminu. 

 

Í kvikmyndatækni er nemendum kennt að vera eigin verkstjóri, taka frumkvæði og að stjórna verkefnum.

Sköpunarkraftur einstaklingsins fær líka að njóta sín og allt þetta hvetur til nýsköpunar í þjóðfélaginu að námi loknu. 

 

Skráning hér!

 

 

 

Nánar um námið á kvikmyndataekni.is og RAFMENNT.is