Við breytingar á Aðalnámskrá og kröfum til iðnmeistara árið 1995 var gerður samnigur við RAFMENNT (Rafiðnaðarskólann) um kennslu faggreina meistaranáms rafiðna.
 
RAFMENNT öðlaðist viðurkenningu sem framhaldsskóli á seinasta ári sem opnaði á að Iðnmeistarar rafiðna gætu útskrifast frá RAFMENNT.
Fyrsta útskrift iðnmeistara fór fram við hátíðlega athöfn laugardaginn 20. maí.
 
Útskrifaðir voru 12 rafvirkjameistarar og 3 rafveituvirkjameistarar.
 
Við óskum nýjum meisturum til hamingju með áfangann!

 

Myndir frá útskriftinni má nálgast hér