Nýtt starfsfólk bættist við teymið hjá RAFMENNT í haust. Það eru þeir Ingi Bekk og Rúnar Sigurður Sigurðsson. Ingi tekur við af Ingvari Jónssyni sem verkefnastjóri miðlunar, tækni og skapandi greina.

Ingi hefur BA menntun í ljósahönnun frá Royal Central School of Speech and Drama í London með áralanga víðamikla alþjóðlega reynslu sem ljósa- og myndbandshönnuður. Fyrir utan landssteina hefur Ingi m.a. unnið verkefni fyrir MTV, Royal Shakespeare Company, Blur, Backstreet Boys og Þjóðleikhús Kóreu. Innanlands hefur hann unnið að Söngvakeppni Sjónvarpsins, Idol Stjörnuleit og lýsinga og myndbandshönnun fyrir ýmist listafólk.


Rúnar kemur inn sem verkefnastjóri veikstraums. Rúnar útskrifaðist frá Iðnskóla Reykjavíkur úr tölvunarfræði og rafeindavirkjun. Undanfarin ár hefur Rúnar unnið að mestu í netrekstri, móttöku og dreifingu sjónvarpsmerkja, örbylgju- og gervihnattasamskipta. Einnig séð um uppsetning og rekstur öryggis- og eftirlitskerfa.

 

RAFMENNT býður þá hjartanlega velkomna í hópinn!