Með beislun raforku til notkunar í nánast öllum þáttum samfélagsins þurfum við að þekkja áhrif þess og þær hættur sem geta stafað af notkun. Á þessu námskeiði verður m.a. farið í helstu hættur af rafmagni, unnið verður með varnaraðferðir til að forðast raflost og hvernig hægt er að velja búnað við hæfi. Einnig verður fjallað um áhrif rafmagns á mannslíkamann, ljósbogahættur, örugg vinnubrögð og persónuhlífar.

 

 

Skráning fer fram hér!