Breytingar á reglum varðandi gildandi takmarkanir út af Covid-19 vegna Sveinsprófa í febrúar 2022.
Vegna breytinga á takmörkunum um Covid-19 hefur verið ákveðið að þátttakendur þurfi EKKI að sýna niðurstöður úr hraðprófum, PCR prófum eða vottorð vegna nýlegrar sýkingar.
Leyfilegt er að mæta í próf þó þátttakandi sé í smitgát en mikilvægt er að fylgja reglum sem eru í gildi varðandi smitgát
Grímuskylda er á almennum svæðum nema á meðan á próftöku stendur.
Lögð skal áhersla á einstaklingsbundnar sóttvarnir
Þátttakendur eru beðnir um að mæta ekki í prófin ef þeir finna fyrir einkennum Covid-19 (Covid.is), mjög mikilvægt er að senda tölvupóst strax á netfangið sveinsprof@rafmennt.is ef þátttakandi kemst ekki í sveinsprófið vegna veikinda eða sóttkvíar.
Farið verður eftir gildandi takmörkunum varðandi Covid-19
Minnum á undirbúningsfundinn vegna Sveinsprófa 2.febrúar kl 16:30 á TEAMS.
Ekki verður í boði að mæta á fundinn í húsnæði RAFMENNTAR.
Prófin hefjast mánudaginn 7. febrúar 2022
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050