Samtök rafverktaka, SART, í samstarfi við Samtök iðnaðarins standa fyrir ráðstefnu í Háteig á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 10. mars kl. 13.30-15.00. Á ráðstefnunni verður farið yfir stöðu og þörf í orkuinnviðum á Íslandi í ljósi loftslagsmarkmiða. Gefin verður innsýn í nýja tækni vindorku og sólarorku og horft til þess hvaða færni fagfólk þarf að búa yfir í framtíðaruppbyggingu orkuinnviða.
Dagskrá
- Opnunarávarp Hjörleifur Stefánsson, formaður SART
- Staða orkuinnviða Lárus M. K. Ólafsson, sérfræðingur í orku- og umhverfismálum hjá SI
- Aukin orkunýting Eymundur Sigurðsson, rafmagnsverkfræðingur M.Sc
- Beislun vindorku á Íslandi - tækifæri og áskoranir Kristinn Arnar Ormsson, raforkuverkfræðingur M.Sc
- Sólarorka Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar
- Orkan í fólkinu okkar Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir, stjórnarformaður Rafal
- Umræður Björg Ásta Þórðardóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI, stýrir umræðum með þátttöku eftirtaldra: Hannes Garðarsson, skrifstofu-, öryggis- og gæðastjóri Rafeyri, Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Rafmenntar, og Egill Jóhannsson, forstjóra Brimborgar
- Samantekt og lokaorð Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI
- Fundarstjóri Kristján Daníel Sigurbergsson, framkvæmdastjóri SART
Skráning