Þór Pálsson, framkvæmdastjóri og Hafdís Reinaldsdóttir skrifstofustjóri hjá Rafmennt afhenti nýnemum í rafiðngreinum við Verkmenntaskóla Akureyrar glænýjar og vandaðar vinnubuxur.
Buxurnar eru frá Helly Hansen sem er viðurkennt merki í vinnufatnaði.
Rafmennt hefur síðustu ár stutt við nemendur sem hefja nám í rafiðngreinum um allt land með því að gefa þeim nýnemagjöf. Nemendur hafa verið mjög ánægðir með gjöfina og hafa vinnubuxurnar reynst þeim einstaklega vel í námi og starfi.
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050