Menntastefna rafiðnaðarins var haldin laugardaginn 29. október, umfjöllunarefni ráðstefnunar var skipulag náms í rafiðngreinum.

Fundargestir voru einstaklingar af vinnumarkaðinum, úr skólakerfinu og aðrir sem koma að rafiðnaði.  

Farið var yfir núverandi fyrirkomulag náms í rafiðngreinum, kosti þess og galla.

Lagðar voru fram tillögur sem m.a. höfðu verið ræddar í starfsgreinaráði að breytingum á fyrirkomulagi náms.

Dagskrá og erindi voru fjölbreytt

  • Sigursteinn Sigurðsson kennari í FB og formaður Félags kennara í rafiðngreinum
  • Elsa Eiríksdóttir Dósent við Menntavísindasvið HÍ
  • Óskar Ingi Sigurðsson kennari við VMA og formaður starfsgreinaráðs og Haukur Eiríksson kennari og brautarstjóri rafiðngreina við VMA

Að loknum erindum var fundargestum gefið tækifæri til að ræða saman í hópavinnu og láta skoðanir sínar í ljós. 

Áframhaldandi vinna verður unnin úr niðurstöðum og umræðum sem komu fram á ráðstefnunni. 

Við þökkum þeim sem sáu sér fært að mæta og tóku þátt í þessum skemmtilega og fræðandi degi 

 Hér má sjá myndir frá ráðstefnunni