RAFMENNT leitar að lausnarmiðuðum tæknistjóra til að reka tölvu- og netkerfi skólans og veita góða þjónustu til starfsfólks og nemenda. 

Umsóknarfrestur er til og með 16. janúar

Miðað er við að nýr tæknistjóri geti hafið störf 1. maí

Umsóknir skulu sentar til framkvæmdarstjóra sem veitir nánari upplýsingar um starfið á netfangið thor(hjá)rafmennt.is

Starfsvið

  • Rekstur tölvu- og netkerfis
  • Umsjón með hugbúnaði, nýjungum og uppfærslum
  • Stýring á Office 365
  • Þróun og nýsköpun í rafrænni fræðslu ofl.
  • Handleiðsla og kennsla

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi þekking á tölvukerfum
  • Tæknileg þekking á netkerfum og forritun
  • Góð samskiptahæfni
  • Þekking á endur- og símennun
  • Reynsla úr skólakerfinu kostur
  • Skipulagshæfni og frumkvæði í starfi
  • Gott vald á íslensku og ensku

Menntunarkröfur

  • Nám í tölvu/netkerfum
  • Tæknimenntun á rafiðnaðarsviði eða í upplýsingamiðlun kostur
  • Kennsluréttindi er kostur

RAFMENNT hefur það hlutverk að bjóða fræðslu og styðja fræðslutengd verkefni með það að markmiðið að uppfylla fræðsluþör á sviði rafiðnaðar og svara þannig þörfum atvinnulífsins á hverjum tíma. 

Hjá RAFMENNT starfa tíu starfsmenn við fjölbreytt störf sem snúa að menntun og endurmenntun félagsmanna.