Í dag heimsóttu Rafmennt nemendur úr 9. bekk í Kársnesskóla og kynntust hinum ýmsu störfum sem rafiðngreinar bjóða uppá.

Nemendur lærðu um ídrátt tengingar í tengidósir loftljóss og rofa, tengingar samrofa og krossrofa með banjósnúrum og fræðsla um loftstýringar með því að tengja einfalda stýringu. Settu saman einfalt vasaljós og einnig fengu þau kynningu að húsarafmagni og læra ýmislegt um rafmagnstöflu í heimahúsum og hússtjórnunarkerfum og fengu að líta í verkfæratösku rafvirkja.

Þegar ljósmyndari heimsótti nemendur voru allir mjög áhugasamir og einbeittir við störf!