Frumkvöðlastarf við þróun á rafrænni ferilbók

 

Rafmennt- fræðslusetur rafiðnaðarins óskar eftir rafvirkjameisturum og nemendum á námssamningum til að vera þátttakendur í frumkvöðlahópi. Hópurinn mun prófa og þróa rafræna ferilbók með því markmiði að koma á skipulögðum og aðgengilegum ferli þegar kemur að verkefnum sem unnin eru á námssamningstíma nemenda.

 

Áhugasamir eru beðnir um hafa samband í gegnum rafmennt@rafmennt.is