Fræðslu- og kynningarfundur 26. nóvember

Hrafn Guðbrandsson frá Lýsir kemur og fjallar um IoT (internet og Things)

Hvernig snjallvæðum við samfélag með aðstoð lágorku-víðnets?

Frá því að hugtakið IoT (Internet og Things) eða hlutanetið var skapað hefur umræðan verið sú að „Snjallvæðingin“ væri handan við hornið og innan tíðar yrðu flestir þættir í okkar lífi snjallir. En fram að þessu höfum við verið háð takmörkunum þeirrar tækni sem hefur verið í boði. Lágorku-víðnet eða LPWAN ( Low Power Wide Area Network) hefur opnað möguleika sem áður þótti ekki hagkvæmir né raunhæfir.

Fræðslu- og kynningarfundinum verður streymt