Viðurkenningar fyrir góðan árangur í sveinsprófum

Afhending viðurkenninga fyrir góðan árangur á Sveinsprófum í rafvirkjun og rafeindarvirkjun fór fram fimmtudaginn 17. september.

Vegna fjölda takmarkanna og ástand vegna Covid-19 var hátíðin fámenn.  

Veittar voru viðurkenningar fyrir góðan árangur í bóklegum hluta og verklegum hluta sveinsprófanna og svo fyrir heildar árangur í sveinsprófum bæði í febrúar og júní 2020.

SART - Samtök rafverktaka veitti verðlaun fyrir heildarárangur bæði í sveinsprófum rafvirkja og rafeindavirkja, formaður SART Hjörleifur Stefánsson afhenti nýsveinum Avo mælir.

 

FÍR - Félag íslenskra rafvirkja og FRV - Félag rafeindavirkja veitti verðlaun fyrir góðan árangur verklegum hluta sveinsprófanna, Hörður Bragason formaður FRV og Hilmar Guðmannsson í stjórn FÍR afhentu nýsveinum DeWalt borvél.

 

RAFMENNT veitti verðlaun fyrir góðan árangur í bóklegum hluta sveinsprófanna, Þór Pálsson framkvæmdarstjóri RAFMENNTAR afhenti nýsveinu 40 klst námskeið af eigin vali hjá RAFMENNT. 

Eftirtaldir hlutu viðurkenningu:

  • Leó Snær Róbertsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í skriflegum hluta sveinsprófa í rafvirkjun júní 2020. Leó Snær hafði ekki tök á að mæta þar af leiðandi tók móðir hans á móti viðurkenningum og verðlaunum fyrir hans hönd.
  • Bjarni Malmquist Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir hæstu einkunn samtals á bóklegu og verklegu sveinsprófi rafvirkja í febrúar.
  • Ingvi Þór Óskarsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í skriflegum hluta sveinsprófa í rafvirkjun febrúar 2020.
  • Sigurjón Bergsteinsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur á verklegum hluta sveinsprófa í rafvirkjun í febrúar 2020.
  • Ingibjörn Þórarinn Jónsson hlaut viðurkenningu fyrir besta árangur í verklegum hluta á sveinsprófi í rafvirkjun í júní 2020.
  • Almar Daði Björnsson hlaut viðurkenningu fyrir bestan árangur í skriflegum hluta sveinsprófs í rafeindarvirkjun.
  • Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir hlaut viðukenningu fyrir bestan árangur í verklegum hluta sveinsprófs í rafeindarvirkjun.

 

Allir nýsveinar sem tóku sveinsprófin í febrúar og júní fengu gjafabréf fyrir hótelgistingu með sveinsbréfinu.

Á myndinni hér fyrir ofan eru, talið frá hægri, Jón Ólafur Halldórsson, formaður sveinsprófsnefndar rafvirkja, móðir Leós Snæs Róbertssonar sem tók við viðurkenningunni fyrir hans hönd, Bjarni Malmquist Jónsson, Ingvi Þór Óskarsson, Sigurjón Bergsteinsson, Ingibjörn Þórarinn Jónsson, Almar Daði Björnsson, Auður Þórunn Rögnvaldsdóttir og Ásmundur Einarsson, formaður sveinsprófsnefndar Rafeindavirkja.

 

Fleiri myndir