Brunaþéttingar

Rafvirkjameistarar bera ábyrgð á brunaþéttingum með lögnum sem þeir leggja milli brunahólfa í byggingum. Nemendur læra að kunna skil á brunahólfun mannvirkja, hinum ýmsu gerðum brunaþéttinga, eiginleikum þeirra og notkunarsviði. Leiðbeiningar Mannvirkjastofnunar um brunaþéttingar verða kynntar. Einnig er fjallað um hvar og hvers vegna brunaþéttingar eru settar og hvaða efni má nota í þær.

Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Guðmundur Gunnarsson, verkfræðingur, MPA.