101 ár eru liðin frá útgáfu bókarinnar Reglur um rafmagnslagning í Reykjavík, fyrir 220 volta breytistraum.

Rafmagnsstjórn sem í dag myndi falla undir Húsnæðis- og mannvirkjastofnun samdi þessar reglur út frá reglugerð sem var samþykkt 5. nóvember 1920.

Markmið með bókinni var að setja fram reglur um raflagnir í húsum, til þess að almenningur og rafmagnsveitur í Reykjavík hefðu skýran ramma til að vinna eftir.

RAFMENNT fékk afrit af bókinni hjá eiganda hennar, Pétri Halldórssyni rafverktaka og eiganda fyrirtækisins Raftækjasölunnar ehf. sem stofnað var 1941 af Jóni Á. Bjarnasyni. Pétur er því þriðji ættliður sem rekur fyrirtækið en Jón afi hans átti upphaflega þessa fágætu bók.

Hér er hægt að nálgast bókina í rafrænu formi