Nýtt námskeið hjá Rafmennt!

Geislavarnir ríkisins hafa nú tilkynnt um auknar kröfur fyrir notkun leysa á viðburðum fyrir almenning. Mun stofnunin í meira mæli gera úttektir á aðstæðum áður en leyfi verður gefið út nema ábyrgðaraðili hafi lokið námskeiði um örugga notkun leysa.

https://island.is/s/geislavarnir-rikisins/frett/leyfi-til-notkunar-oeflugra-leysa-og-ahersla-a-namskeid-um-oerugga-notkun

22. október næstkomandi mun Patrick Murphy framkvæmdastjóri ILDA (International Laser Display Association) halda slíkt námskeið hjá Rafmennt. Í lok námskeið fá þátttakendur sem standast það skírteini sem hægt er að framvísa í umsóknarferli til Geislavarna.

https://www.rafmennt.is/is/meistaraskolinn/nam/index/course/oryggisfulltrui-fyrir-leysissyningar