Afhending sveinsbréfa í raf-, rafveitu-, rafvéla- og rafeindavirkjun voru afhend við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica 2. september.

Nýsveinar voru 92 á öllu landinu sem luku sveinsprófum að þessu sinni. 

  • 65 í Rafvirkjun í Reykjavík
  • 12 í Rafvirkjun á Akureyri
  • 4 í Rafeindavirkjun
  • 8 í Rafveituvirkjun
  • 3 í Rafvélavirkjun

Afhending sveinsbréfa verður haldin á Akureyri 22. september, dagskrá og staðsetning auglýst síðar.

Dagskráin var að vanda glæsileg með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) veitti verðlaun fyrir skriflegan og verklegan árangur í rafvirkjun.

Rakel Óskarsdóttir fékk verðlaunin fyrir skriflegan árangur í sveinsprófum í rafvirkjun og Guðmundur Þór Gíslanson fékk verðlaun fyrir verklegan árangur í sveinsprófum í rafvirkjun. 

Félagi rafeindavirkja (FRV) veitti verðlaun fyrir skriflegan árangur og verklegan árangur í sveinsprófum í rafeindavirkjun. Hafþóri Inga Harðarson fékk verðlaun fyrir skriflegan árangur og Uggi Gunnar Bjarnason fékk verðlaun fyrir verklegan árangur. 

Samtökum rafverktaka (SART) veittu síðan verðlaun fyrir heildarárangur í sveinsprófum í raf-, og rafeindarvirkjun. 

Guðmundur Þór Gíslason fékk verðlaun fyrir heildarárangur í sveinsprófum í rafvirkjun og Hafþór Ingi Harðarson fékk verðlaunin fyrir heildarárangur í sveinsprófum í rafeindavirkjun.

Myndir frá afhendingunni í Reykjavík má nálgast hér