Í vikunni var efnt til fögnuðar í tilefni að tveir starfsmenn Rafmenntar náðu þeim áfanga að hafa starfað hjá fyrirtækinu í þrjátíu ár. Þetta eru þær Hafdís Reinaldsdóttir og Þórdís Bergmundsdóttir. Hafdís starfaði áður við ræstingar og saumaskap og hóf störf hjá Rafiðnaðarskólanum í ræstingum og svörun í síma í byrjun. Eftir linnulausar hringingar til skólans var hún byrjuð í fullu starfi á skrifstofunni eftir nokkrar vikur. Þórdís starfaði áður hjá Landssambandi íslenskra rafverktaka áður en hún hóf störf sem gjaldkeri og bókari Rafiðnaðarskólans.
Við þökkum þeim gott samstarf og ómetanlegt að hafa svona duglegar og skemmtilegar konur að vinna með!
Til hamingju!
Stórhöfða 27 • 110 Reykjavík • Sími: 540-0160 • rafmennt@rafmennt.is • Kt. 590104-2050