Afhending sveinsbréfa í raf- og rafeindavirkjun voru afhend við hátíðlega athöfn á Grandhótel 13. maí og þann 27. maí á veitingarstaðnum Hofi á Akureyri

Dagskráin var að vanda glæsileg með ræðuhöldum og afhendingu viðurkenninga fyrir góðan árangur.

105 rafvirkjar, 1 rafveituvirki og 13 rafeindavirkjar luku sveinsprófunum að þessu sinni.

Ragnar Rósant Sigurgíslason og Steinar Þór Ómarsson fengu verðlaun frá Félagi íslenskra rafvirkja (FÍR) fyrir skriflegan árangur í rafvirkjun og Ágúst Óla Ólafssyni var veitt verðlaun fyrir verklegan árangur í rafvirkjun.  Ragnar, Steinar og Ágúst fengu einnig verðlaun frá Samtökum rafverktaka (SART) fyrir heildarárangur í rafvirkjun. 

Sebastian Fjeldal Berg og Hlynur Karlsson fengu afhend verðlaun frá Félagi rafeindavirkja, Sebastian fyrir skriflegan árangur og Hlynur fyrir verklegan árangur. Hlynur fékk einnig afhend verðlaun frá Samtökum rafverktaka (SART) fyrir heildarárangur í rafeindavirkjun. 

Myndir frá afhendingunni í Reykjavík og Akureyri má nálgast hér