Hvað er "The Internet of Things"

Hvað er "The Internet of Things" Áður en langt um líður verða flestir ef ekki allir hlutir á heimilum, í vinnu, skóla eða samgöngutækjum tengdir Netinu. Bylting sem nefnist Internet of Things (IoT) er ekki fjarlægur vísindaskáldskapur heldur bláköld staðreynd. Sérfræðingar frá Nýherja annast kynningu á þessari byltingarkenndu tækni.
Lesa meira

Raspberry Pi, PIC-örtölvur, Iðntölvur ?

Kvöldfyrirlestur miðvikudaginn 24.febrúar - Raspberry Pi, PIC-örtölvur, Iðntölvur ? Fyrirlestur um tölvurásir fyrir rafeindastýringar o.fl. Samanburður á mismunandi lausnum sem bjóðast fyrir þessa tækni. Hvernig veljum við hagkvæmustu lausnina? Hvaða mismunur er á milli Raspberry Pi tölvu og PIC-örtölvu?
Lesa meira

Nóvember 2015: Náttúrulegt rafmagn!

Hvað eru norðurljósin? Hvers vegna myndast eldingar? Hvaða kraftur stýrir áttavitanum? Eru rafsegilbylgjur í náttúrunni?
Lesa meira

Október 2015: Rafmagn fyrir rafbílinn! Raflagnir fyrir hleðslustöðvar.

Johan Rönning sér um kynningarfundinn fyrir okkur að þessu sinni. Fjallað er um hleðslutæki fyrir rafbíla og hvernig ganga skal frá tengingu hleðslutækja í bílageymslum eða úti á plani. Starfsmenn Johan Rönning hafa sérhæft sig á þessu sviði og munu jafnhliða því að fræða okkur um þessi mál, kynna fyrir okkur raflagnaefni til þessara nota.
Lesa meira

September 2015: Loftlínur eða háspennujarðstrengir?

Flutningskerfi Landsnets fyrir raforku hefur verið mjög mikið í umræðunni að undanförnu. Á þessum kynningarfundi er leitast við að gera grein fyrir kostum og göllum mismunandi flutningsaðferða. Fjallað er um málið fyrst og fremst út frá tæknilegu sjónarmiðið.
Lesa meira

Janúar 2015: Varmadælur

Fyrirlesturinn fjallar um helstu þætti sem líta ber til þegar hugað er að vali á varmadælu. Um þrjár megingerðir af varmadælum er að ræða. Þ.e.: Jarðvarmadælur Loft í vatn varmadælur Loft í loft varmadælur
Lesa meira

Nóvember 2014: Lækningatæki

Tækjabúnaður Landspítalans hefur mikið verið til umræðu á undanförnum vikum og mánuðum. Rafiðnaðarskólinn býður nú upp á stuttan kvöldfyrirlestur um yfirlit yfir lækningatæki á Landspítalanum og þá tækni, sem þau byggja á. Fyrirlesari er Gísli Georgsson verkfr./eðlisfr. - Umsjónarmaður viðhalds lækningatækja hjá Heilbrigðistæknideild Landspítala-háskólasjúkrahúss.
Lesa meira

Október 2014: Um höfundarrétt á rafrænum miðlum

Lesa meira

September 2014: Rafbílar

Fyrirlestur um rafbíla: Er tími rafbílsins kominn? Hvaða bílar eru í boði? Hvað keyrum við langt á hleðslunni? Hvernig gengur með uppbyggingu hleðslustöðva á Íslandi fyrir rafbíla? Fyrirlesari er: Gísli Gíslason frumkvöðull í rafbílavæðingu á Íslandi, frá fyrirtækinu Even.
Lesa meira

Febrúar 2014: Framtíðarsýn í sjónvarpstækninni!

Örstutt saga sjónvarps tæknilega og frá sjónarhóli notandans. Staðan sjónvarpstækninnar í dag. Negroponte skiptin – Hvað er það? Möguleg framtíðarþróun sjónvarps tæknilega og notkunarlega Fyrirlesari: Þór Jes Þórisson verkfræðingur frá Símanum.
Lesa meira