Fræðslu- og kynningarfundur 9. janúar

Fimmtudaginn 9. janúar mun Pétur Bjarni frá Verklögnum ehf halda fræðsluerindi um mismunandi varmadælur, virkni þeirra og hvernig á að nýta þær. Fræðslu- og kynningarfundir eru haldnir á Stórhöfða 27, 1. hæð (gengið inn Grafarvogsmegin). Kl 12:00 - 13:00
Lesa meira

Fræðslu- og kynningarfundur 28. nóvember

Andri Reyr Haraldsson mun kynna OiRA - rafrænt áhættumat fyrir rafiðnaðinn, í hádeginu fimmtudaginn 28. nóvember í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 1. hæð.
Lesa meira

Fræðslu- og kynningarfundur 21. nóvember

Johan Rönning og Sindri verða með sameiginlega kynningu á hand- og rafmagnsverkfærum fyrir rafiðnaðarfólk. Í hádeginu fimmtudaginn 21. nóvember í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 1. hæð.
Lesa meira

Fræðslu- og kynningarfundur 14. nóvember

Nýr Landspítali – Einar H. Reynis og Gísli Georgsson. Í hádeginu fimmtudaginn 14. nóvember í húsnæði RAFMENNTAR á Stórhöfða 27 1. hæð.
Lesa meira

Ný kynslóð ljósgjafa: Hver er framtíðar ljósgjafinn?

Ný kynslóð ljósgjafa: Hver er framtíðar ljósgjafinn? Síðustu 10 ár hefur lýsingarheimurinn séð meiri breytingar í ljóstækni heldur er öll 60 árin þar á undan og við stefnum hratt áfram í þróun á ljósgjöfum. En hvaða ljósgjafa höfum við í höndunum í dag og í hvað stefnir? Verður orðatiltækið; „Að kveikja á perunni“ brátt eitthvað sem tengir okkur við fortíðina líkt og videótæki og vasadiskó? Er LED komið til að vera eða tekur OLED við af LED?
Lesa meira

Kvöldfyrirlestur: Þróun farsímatækninnar

Farsímatæknin skoðuð allt frá fyrstu kynslóð farsíma og svo er þróunin rakin fram á okkar dag og næstu mögulegu skref skoðuð
Lesa meira

Heimurinn - fortíð, nútíð, framtíð ...

Sú hefð hefur skapast að hafa síðasta kynningarfund fyrir jól með öðru sniði en venjulega og velja fundarefni utan við fagið okkar. Til að leiða okkur út fyrir ramman höfum við nú fengið þekktasta stjörnuspeking landsins, Gunnlaug Guðmundsson, til að fjalla eftirfarandi: Hvaða kraftar liggja að baki þeim átökum sem einkenna nútímann? Hver verður þróun næstu ára? Hvert stefnir mannkynið? Fjallað verður um trúar- og hugmyndakerfi mannsins.
Lesa meira

Kvöldfyrirlestur: Þráðlaust Tölvunet hönnun og mælingar

Þráðlaus tölvunet, WLAN, hafa farið frá því að vera forvitnileg viðbót við fasttengd net í að vera ómissandi í margskonar starfsemi. Dreifing er áskorun og rammgerðar íslenskar byggingar gerir skipulag vandasamt, bæði til að standa undir umferð, nýta rásir og ná til allra staða þar sem þjónustunnar er óskað. Í fyrirlestrinum verða sýnd dæmi um leiðir til að taka þessi mál skipulega og heildstætt fyrir.
Lesa meira

ORKUBYLTINGIN - Köld Orka

Fyrir 100 árum breytti iðnbyltingin lífi fólks í heiminum. Fyrir u.þ.b. 50 árum upplifðum við tölvubyltinguna sem einnig umbylti lífi heimsbyggðarinnar. Í dag gæti orkubyltingin verð á næsta leiti, sem mun breyta lífi fólks meira en allt annað til þessa. Þá munum við upplifa: Næg orka verður til staðar á lágu verði og með lítilli mengun. Háspennulínur hverfa þar sem orkan verður framleidd við hliðina á notandanum. Iðnfyrirtæki framleiða sína orku sjálf. Orkufrek tæki eins og bílar, eldavélar og tölvur verða seld með orkunni sem þau þurfa að nota á líftíma sínum.
Lesa meira

Fyrirlest.: Þróun ljósleiðarat..

Fyrirlestur um ljósleiðaralagnir í Bandaríkjunum síðastliðin 20 ár, hvaða breytingar hafa átt sér stað og hver er framtíðarstefna þeirra sem starfa við ljósleiðaraþjónustu þar í landi. Einnig er fjallað um viðhald ljósleiðarakerfa.
Lesa meira